Umfjöllun: Sannfærandi í Eyjum Valur Smári Heimisson skrifar 13. júní 2010 15:11 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV. Mynd/Stefán Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en fyrsta skot leiksins kom ekki fyrr en á 30. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Guðmundsson sem átti skot rétt yfir mark Fylkis eftir hornspyrnu James Hurst. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk einu áminningu fyrri hálfleiks en í þeim síðari fékk hann aðra áminningu, og þar með rautt spjald, fyrir leikaraskap er hann reyndi að fiska aukaspyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá í gegnum það og hikaði ekki við að gefa Ásgeiri Berki hans síðara gula spjald í leiknum. Eina mark leiksins kom svo á 69. mínútu er Þórarinn Ingi fékk boltann frá Andra Ólafssyni í teig gestanna. Hann gerði engin mistök þegar hann lagði boltann hægra megin í hornið, fram hjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkis. Lítið marktækt gerðist í leiknum eftir það. Eyjamenn bökkuðu og tíu manna lið Fylkis náði ekki að brjóta vörn ÍBv á bak aftur. Niðurstaðan var því sannfærandi sigur í hörkuleik á Hásteinsvelli, 1-0.ÍBV - Fylkir 1-0 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.). Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 705.Dómari: Örvar Sær Gíslason (4).Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 11-7 (7-6).Varin skot: Albert 5 - Fjalar 7.Horn: 8-6.Aukaspyrnur fengnar: 11-17.Rangstöður: 4-5.ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásgeirsson 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi Birgisson -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 - maður leiksins Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 (78. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 6 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58 Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17 Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en fyrsta skot leiksins kom ekki fyrr en á 30. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Guðmundsson sem átti skot rétt yfir mark Fylkis eftir hornspyrnu James Hurst. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk einu áminningu fyrri hálfleiks en í þeim síðari fékk hann aðra áminningu, og þar með rautt spjald, fyrir leikaraskap er hann reyndi að fiska aukaspyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá í gegnum það og hikaði ekki við að gefa Ásgeiri Berki hans síðara gula spjald í leiknum. Eina mark leiksins kom svo á 69. mínútu er Þórarinn Ingi fékk boltann frá Andra Ólafssyni í teig gestanna. Hann gerði engin mistök þegar hann lagði boltann hægra megin í hornið, fram hjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkis. Lítið marktækt gerðist í leiknum eftir það. Eyjamenn bökkuðu og tíu manna lið Fylkis náði ekki að brjóta vörn ÍBv á bak aftur. Niðurstaðan var því sannfærandi sigur í hörkuleik á Hásteinsvelli, 1-0.ÍBV - Fylkir 1-0 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.). Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 705.Dómari: Örvar Sær Gíslason (4).Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 11-7 (7-6).Varin skot: Albert 5 - Fjalar 7.Horn: 8-6.Aukaspyrnur fengnar: 11-17.Rangstöður: 4-5.ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásgeirsson 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi Birgisson -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 - maður leiksins Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 (78. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 6 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58 Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17 Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58
Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17
Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06