Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila

Valur Smári Heimisson skrifar
Eyjamenn fagna marki fyrr í sumar.
Eyjamenn fagna marki fyrr í sumar.

„Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag.

Þórarinn Ingi skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri ÍBV á Fylki en með sigrinum komust Eyjamenn á toppinn í Pepsi-deild karla.

„Við erum ekki að hugsa of mikið um það að við séum á toppnum. Við njótum þess að spila og það er það sem skiptir máli. Við settum okkur markmið um að ná Evrópusæti fyrir tímabilið og það er það sem skiptir máli. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og spila vel ef það á að ganga eftir."

„Við ætlum að reyna að vera eins ofarlega og við getum og gera betur en í fyrra. Við vissum að það yrði erfitt að brjóta Fylkismenn niður enda með sterkt lið. En við leyfðum þeim ekki að spila sinn bolta í dag og við vorum að gera vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×