Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum 6. september 2010 09:00 Katrín Ólafsdóttir fékk ekki styrk til að fylgja eftir stuttmynd sinni á kvikmyndahátíðina í Feneyjum. fréttablaðið/anton „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
„Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira