Innlent

Ræða áhrif landsdóms á stöðu Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson er til andsvara í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag.
Ögmundur Jónasson er til andsvara í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag.
Þingmenn munu ræða stöðu Hæstaréttar vegna landsdómsmálsins í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag. Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra verður til andsvara í umræðunum.

Fimm af níu dómurum í Hæstarétti eiga sæti í landsdómi. Á það hefur verið bent að þeir muni hugsanlega ekki geta sinnt störfum fyrir Hæstarétti á meðan að réttarhöldin yfir Geir Haarde fara fram. Einnig var bent á það í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudaginn að allt að því sex dómarar í Hæstarétti kunni að vera vanhæfir til þess að dæma í málinu gegn Geir.

Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kemur saman klukkan tíu í dag. Eina dagskrárefni fundarins er tilnefningar nefndarinnar um saksóknara og varasaksóknara í málinu gegn Geir. Forsætisnefnd mun svo væntanlega bera fram tillöguna á þingfundi og Alþingi kýs saksóknarann með sama hætti og þegar að Umboðsmaður Alþingis er kosinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×