Fótbolti

Tala ætti við markmenn við hönnun fótbolta

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Sven Göran Eriksson, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar, segist styðja þá hugmynd að markverðir verði með í ráðum þegar fótboltar eru hannaðir.

Jubulani boltinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, aðallega frá markmönnum.

"Það er of seint að gera eitthvað í þessu núna. Þetta er eitthvað til að hugsa um fyrir næsta stórmót. Þetta ætti að vera rætt í þaula og það ætti að hlusta á bestu markmenn heims," segir Eriksson.


Tengdar fréttir

Adidas reynir að verja versta bolta í sögu HM

Jabulani boltinn sem notaður er á HM þykir umdeildur mjög. Adidas, sem framleiðir boltann, kemur honum til varnar og segir að menn þurfi bara að venjast honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×