Grunur um herpessýkingar í hestum 16. júní 2010 06:00 hestapestin Rannsóknarstyrkur sem ríkisstjórnin samþykkti að veita Keldum og Matvælastofnun til frekari rannsókna á hestapestinni kemur að góðum notum, að sögn yfirdýralæknis.frettabladld/Gva „Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira