Fótbolti

Lykilmenn tæpir fyrir fyrsta leik HM í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Hondúras og Chile hefja leik á HM í dag. Leikurinn hefst klukkan 11.30 en margir sterkir leikmenn eru í báðum liðum.

Í liði Hondúras eru Wilson Palacios frá Tottenham og David Suazo frá Inter Milan. Báðir hafa reyndar verið meiddir en allt er gert til að þeir spili leikinn.

Besti leikmaður Chile heitir einnig Suazo. Humberto Suazo var markahæsti leikmaður undankeppninnar í Suður-Afríku með 10 mörk. En, líkt og hinir tveir, hefur hann átt við meiðsli að stríða.

Mark Gonzales, fyrrum leikmaður Liverpool, verður í liði Chile og í vörn hondúras verður Maynor Figueroa sem spilar með Wigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×