Fótbolti

Glæsimark Maicon: Heppni eða snilld? - Myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Maicon skoraði frábært mark fyrir Brasilíu í 2-1 sigrinum á Norður-Kóreu í gær. Markið skoraði hann úr ómögulegri stöðu.

Ætlaði hann að skora eða senda fyrir? Í það minnsta var hann á fleigiferð að endalínunni þegar hann þrumaði boltanum í fjærhornið en markmaður Norður-Kóreu var afar illa staðsettur.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér, Í brot af því besta horninu á Vísi, en þar eru samantektir úr öllum leikjum HM.

Dunga, þjálfari Brassa, var annars ekki kátur með leikinn. "Ég er ánægður með sigurinn en ég vil meira. Við eigum að skora fleiri mörk," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×