Fótbolti

Veron meiddur - Eina breyting Maradona

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Juan Sebastian Veron verður ekki með Argentínu í leiknum gegn Suður-Kóreu á morgun. Hann er meiddur á kálfa.

Diego Maradona tekur enga áhættu með Veron sem byrjaði leikinn gegn Nígeríu. Hann gæti náð lokaleik riðlakeppninnar gegn Grikklandi.

Hann verður eina breytingin á liðinu sem vann Nígeríu en óvíst er hver kemur í hans stað.

Leikurinn á morgun er lykilleikur um toppsæti riðilsins en Suður-Kórea vann Grikkland 2-0 í fyrsta leik sínum á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×