Ejub: Stór dagur fyrir ungu strákana í Ólafsvík Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 06:30 Ejub. Fótbolti.net „Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub. Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub.
Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira