Helgi: Víkingar róa allir í sömu átt Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 07:30 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira