Innlent

Meira en 20% atvinnuleysi

Gissur Sigurðsson skrifar
Atvinnuleysi er mest á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysi er mest á höfuðborgarsvæðinu.

Mun meira atvinnuleysi er á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og atvinnuleysi meðal ungs fólks fór vel yrir 20 prósent á örðum ársfjórðungi.

Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar yfir atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi í ár. Á því tímabili voru að meðaltali 16.200 manns atvinnulausir og í atvinnuleit, eða 8,7 prósent vinnuaflsins í landinu. Atvinnulausum fækkaði um 500 frá sama tímabil i fyrra. þegar litið er til aldurs var atvinnuleysi mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 21,3%. Atvinnuleysi er alltaf mest á meðal þess aldurshóps en það er sérstaklega áberandi í öðrum ársfjórðungi, það er að segja í aprír, maí og júní. Þá er töluvert meira atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, eða 9,8 prósent, samanborið við 6,8 prósent á landsbyggðinni. Þrátt fyrir þessar háu atvinnuleysistölur, eru þær lægri en spáð var fyrir ári, að þær yrðu nú.-










Fleiri fréttir

Sjá meira


×