Innlent

Flugbann yfir eldstöðvunum

Heimir Már Pétursson skrifar

Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi.

Jón Árni Þórisson aðalvarðstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli segir að þetta hafi verið gert að ósk forráðamanna Icelandair og sé gert í varúðarskyni. Þá hafi flugvélum í yfirflugi yfir Íslandi verið beint suður fyrir áður ákveðnar flugleiðir.

Á meðan ekki liggur fyrir hvernig gosmökkur frá gosinu er að dreifa sér er flugbann í 120 sjómílna radíus frá eldstöðvunum, að sögn Jóns Árna. Enginn nema flugvél og þyrlur Landhelgisgæslunnar fá að fljúga innan þess hrings. Í neðri loftlögum sé vindur nú austanstæður en sunnanstæður í efri lofthæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×