Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað 21. mars 2010 16:45 Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafi staðið vaktina frá því um miðnætti í gær. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar innan klukkutíma frá því fréttir bárust af eldgosinu og rýming hófst. Skráningu á rúmlega 600 manns af hættusvæðinu í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, Hellu og í Vík var lokið fyrir klukkan 3 í nótt. „Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli, og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Flestir fóru til aðstandenda utan hættusvæðis," segir ennfremur. Þá segir að sjálfboðaliðar og sérfræðingar Rauða krossins hafi veitt sálrænan stuðning á vettvangi, og sáu þeim sem þurftu fyrir veitingum. „Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður sem upplýsingasími strax upp úr miðnætti. Fólki var bent á að leita upplýsinga þar um afdrif aðstandenda, og voru fjölmargir sem nýttu sér það úrræði. Rauði krossinn útvegaði einnig enskan og pólskan túlk í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að veita upplýsingar til íbúa og ferðamanna á svæðinu," segir einnig. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafi staðið vaktina frá því um miðnætti í gær. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar innan klukkutíma frá því fréttir bárust af eldgosinu og rýming hófst. Skráningu á rúmlega 600 manns af hættusvæðinu í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, Hellu og í Vík var lokið fyrir klukkan 3 í nótt. „Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli, og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Flestir fóru til aðstandenda utan hættusvæðis," segir ennfremur. Þá segir að sjálfboðaliðar og sérfræðingar Rauða krossins hafi veitt sálrænan stuðning á vettvangi, og sáu þeim sem þurftu fyrir veitingum. „Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður sem upplýsingasími strax upp úr miðnætti. Fólki var bent á að leita upplýsinga þar um afdrif aðstandenda, og voru fjölmargir sem nýttu sér það úrræði. Rauði krossinn útvegaði einnig enskan og pólskan túlk í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að veita upplýsingar til íbúa og ferðamanna á svæðinu," segir einnig.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira