Íslenski boltinn

Heerenveen og KR hafa náð samkomulagi um Ingólf Sigurðsson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Ólafsson er þjálfari KR.
Logi Ólafsson er þjálfari KR. Mynd/Anton

Hollenska félagið Heerenveen og KR hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Ingólfi Sigurðssyni.

Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ingólfs, í samtali við Vísi í dag.

Ingólfur mun líklega halda út í lok júlí ef hann nær sjálfur samkomulagi við félagið um kaup og kjör. Félagaskiptaglugginn opnar svo 1. ágúst.

Ingólfur er sautján ára gamall og einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir. Hann skoraði eitt mark í þremur leikjum síðastliðið sumar en hefur ekkert fengið að spreyta sig með KR á tímabilinu til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×