Handbolti

Bjarni: Erum með lið sem er að verða gott

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarni á ferðinni í leiknum í kvöld.
Bjarni á ferðinni í leiknum í kvöld. Mynd/Valli

„Við höfum áður verið yfir gegn Haukum og ekki klárað leikinn. Þá vorum við ekki að spila nógu vel og það voru löggildar skýringar á því. Við fórum yfir okkar mistök í þeim leik og sem betur fer lærðum við af mistökunum," sagði FH-ingurinn Bjarni Fritzson sem átti flottan leik í sigri FH á Haukum í N1-deild karla í kvöld.

„Haukarnir eru með frábært lið en við erum með lið sem er að verða gott. Það er því eðlilegt að við séum ekki alltaf að vinna þá. Það var samt ótrúlega mikilvægt að vinna Haukana og það sýnir hvert þetta lið er komið og hvert það vill fara," sagði Bjarni en hversu gott er FH-liðið og getur það farið alla leið?

„Við erum með ágætis lið og getum líka verið með lélegt lið. Við töpuðum fyrir neðsta liðinu um daginn og vorum núna að vinna efsta liðið. Þegar staðan er þannig erum við ekki alveg orðnir klárir en við erum á réttri leið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×