Tiger byrjaði ágætlega í Kína Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 4. nóvember 2010 09:00 Francesco Molinari ræðir við Jorge Gamarra aðstoðarmann sinn. Nordic Photos/Getty Images Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Molinari lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood er annar, einu höggi á eftir Molinari, en Westwood er í efsta sæti heimslistans. Átta af alls tíu efstu kylfingum heimslistans eru mættir til leiks á þessu móti en mótshaldarar greiða keppendum háar fjárhæðir fyrir að mæta til leiks. Woods lék fyrri 9 holurnar á pari en hann fékk fjóra fugla á síðari níu holunum. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum hefur titil að verja á mótinu en hann lék á 69 höggum. Staða efstu manna: Francesco Molinari -7 Lee Westwood -6 Yuta Ikeda -5 Henrik Stenson -5 Noh Seung-Yul -5 Pablo Martin -4 Tiger Woods -4 Luke Donald -4 Richie Ramsay -3 Louis Oosthuizen -3 -------------- Adam Scott -3 Padraig Harrington -2 Rory McIlroy -1 Matteo Manassero -1 Rickie Fowler -1 Ernie Els par Martin Kaymer par Nick Watney par Paul Casey + 1 Graeme McDowell + 2 Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Molinari lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood er annar, einu höggi á eftir Molinari, en Westwood er í efsta sæti heimslistans. Átta af alls tíu efstu kylfingum heimslistans eru mættir til leiks á þessu móti en mótshaldarar greiða keppendum háar fjárhæðir fyrir að mæta til leiks. Woods lék fyrri 9 holurnar á pari en hann fékk fjóra fugla á síðari níu holunum. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum hefur titil að verja á mótinu en hann lék á 69 höggum. Staða efstu manna: Francesco Molinari -7 Lee Westwood -6 Yuta Ikeda -5 Henrik Stenson -5 Noh Seung-Yul -5 Pablo Martin -4 Tiger Woods -4 Luke Donald -4 Richie Ramsay -3 Louis Oosthuizen -3 -------------- Adam Scott -3 Padraig Harrington -2 Rory McIlroy -1 Matteo Manassero -1 Rickie Fowler -1 Ernie Els par Martin Kaymer par Nick Watney par Paul Casey + 1 Graeme McDowell + 2
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira