Segir aðildarferlið við ESB uppi á skeri 7. nóvember 2010 12:46 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri. Bjarni Benediktsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bjarni vék að þeim úrræðum sem stæðu einstaklingum í fjárhagserfiðleikum til boða, en hann sagði að ekkert samræmi væri í úrræðunum. T.d væri ekki æskilegt að einstaklingur í miklum skuldavandræðum færi í greiðsluaðlögun með þeim fjötrum sem fylgdu slíku úrræði ef hann yrði laus tvö ár eftir gjaldþrot, eins og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, með þeim fyrirvara að fyrningarfrestur krafna verði ekki rofinn. Bjarni ræddi einnig atvinnumálin og sagði að stjórnvöld yrðu að hafa skýra stefnu í þeim efnum. Það væri óþolandi að ráðherrar lofuðu álversuppbyggingu í Helguvík á sama tíma og stjórnarþingmenn úr báðum flokkum töluðu framkvæmdina niður. „Við vitum að Vinstri grænir eru á móti álvershugmyndum í Helguvík. Það sem ég er einfaldlega að segja er þetta, við þurfum að hafa stjórnvöld sem hafa skýra stefnu í þessum efnum. Það gengur ekki að það komi annars vegar loforð frá ráðherrum, t.d með því að fara á Suðurnesin og taka skóflustungu eða að leiða í gegnum þingið fjárfestingarsamning um álver í Helguvík, en síðan séu stjórnarliðar í báðum flokkunum að tala gegn verkefninu. Þetta gengur ekki," sagði Bjarni. „Við meinum ekkert með þessu“ Bjarni vék að Evrópumálunum, en það var niðurstaða lansfundar Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka. „Varðandi Evrópusambandsumræðuna, þá erum við ekki stóru örlagavaldarnir þar, við greiddum atkvæði gegn því að sækja um aðild (innsk. spurning: Þið viljið draga okkur út úr viðræðunum?) Það var niðurstaða landsfundarins í sumar að það væri rangt að standa í þessum viðræðum. Við ættum að einbeita okkur að öðrum hlutum." Ert þú sammála henni núna í dag, niðurstöðu landsfundarins? „Ég er sammála þeirri niðurstöðu að það hafi verið rangt að leggja af stað." En eigum við ekki að klára þetta? „Eigum við ekki að klára þetta, ég held að þetta sé uppi á skeri eins og sakir standa og það muni ákaflega lítið gerast. Því þrátt fyrir þau fyrirheit Vinstri grænna um að styðja aðildarferlið þá eru þeir að stöðva það í hverri viku. Þá er miklu hreinlegra að segja við þá sem eru hinum endanum í þessu viðræðuferli, við meinum ekkert með þessu," sagði Bjarni. Bjarni hefur viðrað hugmyndir um að þjóðstjórn yrði mynduð sem myndi starfa í nokkra mánuði og eftir það yrði síðan boðað til kosninga. Hann var spurður í morgun hvort hann myndi setja það sem skilyrði að Ísland myndi hætta við samningaviðræður við ESB ef slík stjórn yrði mynduð. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin ætti að fá að segja sitt álit á því hvort við ættum að standa í þessu eða ekki," sagði Bjarni, en ekki mátti skilja orð hans öðruvísi en svo að hann væri hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri. Bjarni Benediktsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bjarni vék að þeim úrræðum sem stæðu einstaklingum í fjárhagserfiðleikum til boða, en hann sagði að ekkert samræmi væri í úrræðunum. T.d væri ekki æskilegt að einstaklingur í miklum skuldavandræðum færi í greiðsluaðlögun með þeim fjötrum sem fylgdu slíku úrræði ef hann yrði laus tvö ár eftir gjaldþrot, eins og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, með þeim fyrirvara að fyrningarfrestur krafna verði ekki rofinn. Bjarni ræddi einnig atvinnumálin og sagði að stjórnvöld yrðu að hafa skýra stefnu í þeim efnum. Það væri óþolandi að ráðherrar lofuðu álversuppbyggingu í Helguvík á sama tíma og stjórnarþingmenn úr báðum flokkum töluðu framkvæmdina niður. „Við vitum að Vinstri grænir eru á móti álvershugmyndum í Helguvík. Það sem ég er einfaldlega að segja er þetta, við þurfum að hafa stjórnvöld sem hafa skýra stefnu í þessum efnum. Það gengur ekki að það komi annars vegar loforð frá ráðherrum, t.d með því að fara á Suðurnesin og taka skóflustungu eða að leiða í gegnum þingið fjárfestingarsamning um álver í Helguvík, en síðan séu stjórnarliðar í báðum flokkunum að tala gegn verkefninu. Þetta gengur ekki," sagði Bjarni. „Við meinum ekkert með þessu“ Bjarni vék að Evrópumálunum, en það var niðurstaða lansfundar Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka. „Varðandi Evrópusambandsumræðuna, þá erum við ekki stóru örlagavaldarnir þar, við greiddum atkvæði gegn því að sækja um aðild (innsk. spurning: Þið viljið draga okkur út úr viðræðunum?) Það var niðurstaða landsfundarins í sumar að það væri rangt að standa í þessum viðræðum. Við ættum að einbeita okkur að öðrum hlutum." Ert þú sammála henni núna í dag, niðurstöðu landsfundarins? „Ég er sammála þeirri niðurstöðu að það hafi verið rangt að leggja af stað." En eigum við ekki að klára þetta? „Eigum við ekki að klára þetta, ég held að þetta sé uppi á skeri eins og sakir standa og það muni ákaflega lítið gerast. Því þrátt fyrir þau fyrirheit Vinstri grænna um að styðja aðildarferlið þá eru þeir að stöðva það í hverri viku. Þá er miklu hreinlegra að segja við þá sem eru hinum endanum í þessu viðræðuferli, við meinum ekkert með þessu," sagði Bjarni. Bjarni hefur viðrað hugmyndir um að þjóðstjórn yrði mynduð sem myndi starfa í nokkra mánuði og eftir það yrði síðan boðað til kosninga. Hann var spurður í morgun hvort hann myndi setja það sem skilyrði að Ísland myndi hætta við samningaviðræður við ESB ef slík stjórn yrði mynduð. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin ætti að fá að segja sitt álit á því hvort við ættum að standa í þessu eða ekki," sagði Bjarni, en ekki mátti skilja orð hans öðruvísi en svo að hann væri hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira