Fótbolti

Senderos líklega ekki meira með á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Philippe Senderos verður að öllum líkindum ekkert meira með á HM. Það er mikið áfall fyrir Sviss sem er í góðri stöðu eftir sigurinn óvænta gegn Spáni. Senderos fór af velli eftir 36 mínútur í leiknum. Hann er meiddur á ökkla, líkt og fyrirliðinn Alexander Frei sem er þó að byrja að æfa aftur. Senderos verður ekki með í leikjunum gegn Chile og Hondúras, í það minnsta. Ef Sviss kemst áfram verður Senderos skoðaður á síðustu stundu fyrir næsta leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×