Vill ekki veita neinum aðila fullt aðgengi að börnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2010 20:59 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segist hafa fengið miklu fleiri jákvæð viðbrögð nú en fyrr. Mynd/ Anton. „Það væri í raun handvömm ef við settum okkur ekki einhverjar viðmiðunarreglur til framtíðar. Ég er menntaður kennari og get síst hugsað mér það að við veitum fullt aðgengi allra að börnunum," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Endurskoðaðar tillögur um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna voru til umræðu á fundi mannréttindaráðs í dag. Þeim verður nú vísað til menntaráðs til umsagnar. Margrét segir að þar komi væntanlega fram einhverjar tillögur sem mannréttindaráð muni taka tillit til. Margrét segir að við endurskoðun tillögunnar hafi orðalagi verið breytt og það mildað. Þá hafi verið skoðuð viðmið sem Þjóðkirkjan samþykkti árið 2008 um samskipti kirkjunnar við skóla. „Þessar reglur tókum við og skoðuðum og höfðum til hliðsjónar þegar að við vorum að endursemja þetta. Og það er mjög lítið sem okkur greinir á um miðað við þær viðmiðanir," segir Margrét. Þá segir hún að málsmeðferðin sem lögð er til skipti líka máli. „Það er að tillagan gildir til reynslu í tvö ár og verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum ef þörf krefur," segir Margrét. Er sjálf í Þjóðkirkjunni Tillaga mannréttindaráðs var mjög umdeild fyrst þegar að umræðan um hana upphófst. Margrét segist hafa fengið miklu meira af jákvæðum viðbrögðum eftir því sem leið á umræðuna. „Þessu var bara stillt þannig upp að það væri verið að ráðast á Þjóðkirkjuna, sem var alls ekki raunin," segir Margrét. Margrét segist sjálf vera í Þjóðkirkjunni. „Ég er í Þjóðkirkjunni og hef látið ferma og skíra og gifta mig í kirkju," segir Margrét. Hún segist telja að starfsemi á borð við Æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM- og K muni lifa góðu lífi hér eftir sem hingað til og bendir á að það sé starfsemi sem fari einmitt ekki fram á skólatíma. „Þannig að ég held nú að fólk þurfi engu að kvíða," segir Margrét. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Það væri í raun handvömm ef við settum okkur ekki einhverjar viðmiðunarreglur til framtíðar. Ég er menntaður kennari og get síst hugsað mér það að við veitum fullt aðgengi allra að börnunum," segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Endurskoðaðar tillögur um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna voru til umræðu á fundi mannréttindaráðs í dag. Þeim verður nú vísað til menntaráðs til umsagnar. Margrét segir að þar komi væntanlega fram einhverjar tillögur sem mannréttindaráð muni taka tillit til. Margrét segir að við endurskoðun tillögunnar hafi orðalagi verið breytt og það mildað. Þá hafi verið skoðuð viðmið sem Þjóðkirkjan samþykkti árið 2008 um samskipti kirkjunnar við skóla. „Þessar reglur tókum við og skoðuðum og höfðum til hliðsjónar þegar að við vorum að endursemja þetta. Og það er mjög lítið sem okkur greinir á um miðað við þær viðmiðanir," segir Margrét. Þá segir hún að málsmeðferðin sem lögð er til skipti líka máli. „Það er að tillagan gildir til reynslu í tvö ár og verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum ef þörf krefur," segir Margrét. Er sjálf í Þjóðkirkjunni Tillaga mannréttindaráðs var mjög umdeild fyrst þegar að umræðan um hana upphófst. Margrét segist hafa fengið miklu meira af jákvæðum viðbrögðum eftir því sem leið á umræðuna. „Þessu var bara stillt þannig upp að það væri verið að ráðast á Þjóðkirkjuna, sem var alls ekki raunin," segir Margrét. Margrét segist sjálf vera í Þjóðkirkjunni. „Ég er í Þjóðkirkjunni og hef látið ferma og skíra og gifta mig í kirkju," segir Margrét. Hún segist telja að starfsemi á borð við Æskulýðsstarf kirkjunnar og KFUM- og K muni lifa góðu lífi hér eftir sem hingað til og bendir á að það sé starfsemi sem fari einmitt ekki fram á skólatíma. „Þannig að ég held nú að fólk þurfi engu að kvíða," segir Margrét.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira