Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum 10. janúar 2010 11:38 Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira