Innlent

Tugir bæja enn án rafmagns

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Á þriðja hundrað manns eru skráðir með lögheimili á þessu svæði," segir Sigurður Guðnason, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði. Raflínur slitnuðu í Suðursveit seinnipartinn í dag og er rafmagnslaust á stóru svæði frá Skaftafelli að Hestgerði. Ekki hafa borist tilkynningar um slys eða eignatjón, að sögn Sigurðar. Hann telur að allt að 40 bæir séu án rafmagns þessa stundina. „Það er eins og veðrið sé að ganga niður en það er ekkert ferðaveður.“

„Þeir hjá Rarik eru í startholunum og fara af stað um leið og þeir geta. Það er ekkert bilað hjá okkur," segir Sigurrós Jónsdóttir hjá Fjarskiptafyrirtækinu Mílu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×