Fótbolti

Andres Iniesta getur spilað með Spánverjum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andres Iniesta er mikilvægur í miðjuspili Spánverja.
Andres Iniesta er mikilvægur í miðjuspili Spánverja. Mynd/AP
Spánverjar eiga að geta teflt fram sínu besta liði í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku á morgun en Evrópumeistararnir mæta þá Svisslendingum. Andres Iniesta er orðinn góður af meiðslunum og því tilbúinn í leikinn.

„Iniesta æfði vel í gær og í dag. Við eigum þó eftir að fara betur yfir þetta með læknunum og það eru læknarnir okkar sem munu segja til um það hvort hann sé leikfær," sagði Vicente del Bosque, þjálfari spænska liðsins en Iniesta meiddist í 6-0 sigri Spánverja á Póllandi á dögunum.

Del Bosque sagði að allir 23 leikmennirnir sýnir væru því tilbúnir í leikinn en líklegt þykir að hann verði bæði með Fernando Torres og Cesc Fabregas í byrjunarliðinu á morgun. Hvorugur þeirra náði að klára tímabilið með sínum liðum en hafa braggast vel eftir stranga sjúkraþjálfun síðustu vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×