Fótbolti

Moratti vildi ekki fá Mourinho-eftirhermu til Internazionale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Massimo Moratti, forseti Internazionale og Jose Mourinho.
Massimo Moratti, forseti Internazionale og Jose Mourinho. Mynd/AFP
Massimo Moratti, forseti Internazionale, segist hafa viljað fá Rafael Benitez af því að hann var svo ólíkur Jose Mourinho. Moratti segir Spánverjann hafa staðið upp úr af þeim sem komu til greina sem næsti þjálfari Evrópumeistaranna.

„Við völdum hann af því að við teljum að hann geti tryggt okkur góða framtíð. Ég vona að það gerist," sagði Massimo Moratti á heimasíðu félagsins.

„Hann er mjög alvarlegur og duglegur, hefur reynslu af evrópskum fótbolta og við völdum hann að vel íhuguðu máli," sagði Morattiu.

„Hann var fyrsti kostur hjá okkur en það voru samt aðrir sem buðu sig fram í starfið. Hann er ólíkur Jose Mourinho sem er mikilvægt því ég vildi ekki fá Mourinho-eftirhermu," sagði Moratti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×