Fótbolti

Kolbeinn lék í sigri AZ Alkmaar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ.

Íslendingaliðið AZ Alkmaar vann góðan útisigur, 0-2, á Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það voru þeir Rasmus Elm og Maarten Martens sem skoruðu mörk AZ í leiknum.

Kolbeinn Sigþórsson hóf leikinn á bekknum en lék síðasta hálftímann. Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur.

AZ er í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×