Fótbolti

David James í markinu í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Green á æfingu, eftir að hafa misst boltann í gegnum sig. Aftur.
Green á æfingu, eftir að hafa misst boltann í gegnum sig. Aftur. GettyImages
David James verður væntanlega í markinu hjá enska landsliðinu í kvöld. Það mætir Alsír í annarri umferð HM klukkan 18.30. Robert Green, sem gaf Bandaríkjunum jöfnunarmark þegar hann hreinlega missti boltann í gegnum sig, gerði sömu mistök á æfingu Englands í gær. Ekki traustvekjandi það. Fabio Capello hefur ekkert gefið út um hver byrjar í markinu en almennt er talið að James fái nú tækifærið. Allir þrír leikmennirnir voru notaðir eins á æfingu í gær. "Allir gera mistök, hvort sem þeir eru sóknarmenn, varnarmenn eða markmenn. Ég verð að velja menn með liðið allt í huga, ekki bara vegna mistaka manna. Ég mun tala við Green á föstudaginn, ekki fyrr," sagði Capello.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×