Íslenski boltinn

Heimir: Svekktur og sár

Valur Smári Heimisson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Mynd/Daníel
„Ég er einfaldlega bara svekktur og sár," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tapaði fyrir KR, 1-0, í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

„Við vorum einfaldlega þreyttir. Það sást alveg greinilega á okkar að við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum síðan. Mér fannst því KR-ingarnir hafa örlítinn meiri kraft. Þeir voru alltaf rétt á undan okkur og það einkenndi leikinn."

„Ég verð þó að hrósa leikmönnum því þeir gáfu allt sitt í leikinn. Við sóttum svo stíft í restina og flestir okkar leikmanna voru þá alveg búnir á því."

„En fyrst við þurftum að detta úr leik í þessari keppni er alveg eins gott að gera það núna. Nú getum við einbeitt okkur að deildinni og mætum bara klárir í næsta leik sem er á móti Grindavík."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×