Innlent

Ökumenn fari varlega við brennur

Kortið sýnir þær 9 brennur sem verða í Reykjavík. Flest nágrannasveitarfélögin efna einnig til brenna.
Kortið sýnir þær 9 brennur sem verða í Reykjavík. Flest nágrannasveitarfélögin efna einnig til brenna.

Umferðarstofa og lögreglan vilja minna ökumenn á að sýna sérstaka aðgæslu í nágrenni við brennurnar 17 sem veitt hefur verið leyfi fyrir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. „Þetta á einkum við þar sem stofnbrautir og stærri vegir skilja að brennurnar og íbúðahverfi," segir í tilkynningu frá Umferðarstofu en dæmi um slíkt eru við Fylkisbrennuna við vesturenda Rauðavatns þar sem þarf að fara yfir Suðurlandsveginn frá nærliggjandi íbúðahverfum.

Því eru ökumenn og gangandi hvattir til að sýna fyllstu aðgæslu við slíkar aðstæður. Gangandi vegfaranderu eru ennfremur hvattir til að nota undirgöng og göngubrýr þar sem þess er kostur.

Einnig vill lögregla hvetja ökumenn til nota ekki stofnbrautir sem útsýnisstæði fyrir brennurnar eins og hætt er við að gerist í Ártúnsbrekku á móts við brennuna í Geirsnefi. „Þar sem og annarstaðar á stofnbrautum má hvorki hægja á umferð né stöðva að óþörfu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×