Fóðra kanínur í trássi við reglur borgarinnar Kristján Hjálmarsson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi í Elliðaárdalnum, segir að kanínur hafi verið þar um langt skeið. "Ég held að fyrsta kanínan hafi komið úr hverfinu hér fyrir ofan. Svo eru einhverjir sem hafa komið og skilið kanínur hér eftir. En þegar fólk spyr hvort við eigum þær segi ég nei. Þær hljóta að eiga sig sjálfar,“ segir Jón Þorgeir. Fréttablaðið/stefán Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íhugar nú hvort ástæða sé til að skera upp herör gegn kanínum sem hreiðrað hafa um sig í Elliðaárdalnum. Kanínum þar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú er svo komið að íbúar í dalnum, sem og útivistarfólk sem á þar leið um, hafa fengið nóg. Kanínurnar éti gróður, bæði á einkalóðum sem og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á fuglalíf auk þess sem af þeim stafi slysahætta. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að eftirlitinu hafi borist nokkrar ábendingar vegna kanínanna. Málið sé í skoðun hjá eftirlitinu ekki síst vegna slysahættunnar sem þeim fylgi. „Þær eiga það til að hlaupa út á Breiðholtsbrautina og geta valdið slysum þar. Eins éta þær gróður hjá íbúum í dalnum sem og í borgarlandinu," segir Árný.Ekki keypt eina einustu kanínu Kanínurnar í Elliðaárdal sækja margar hverjar í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar sem búa á Skálará við Vatnsveituveg en þeir fóðra kanínurnar daglega. Ekki eru allir sáttir við það og telja sumir að þeir stuðli að fjölgun nagdýranna. Jón Þorgeir segir þá ekki halda kanínur enda hafi þeir aldrei keypt eina einustu kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða," segir hann. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar." Lausaganga kanína er með öllu óheimil samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar um gæludýrahald. Halda verður kanínum innan girðingar eða lóðamarka og bannað er að fóðra þær utan þeirra. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir það ekki ganga að verið sé að fóðra kanínurnar. „Við verðum að tala við þá, því þetta á ekki að líðast. Ef þeir velja að halda kanínur þá verða þeir að gera það inni á sinni lóð," segir Árný.Fólk kemur til að skoða Jón Þorgeir segir að hann og sambýlismaður hans séu ekki þeir einu sem gefi kanínunum að borða. „Hingað kemur fólk frá veitingastöðum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum til að gefa þeim." Hann telur að um sjötíu til áttatíu kanínur séu í Elliðaárdalnum. Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að þær séu á annað hundrað talsins. Jón Þorgeir segir að kanínurnar veki athygli þar sem þær séu mjög spakar. Fólk komi í dalinn til að skoða þær. Hann segir þó sumt fólk, ketti og máva drepa kanínurnar. „Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast dýrin frjáls en við eigum þær ekki," segir hann „Mér finnst yndislegt að fá að umgangast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi en þau koma aldrei hingað inn. Við erum meira að segja hættir að klappa þeim því ef þær eru gæfar eru þær dauðar," segir Jón Þorgeir. Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íhugar nú hvort ástæða sé til að skera upp herör gegn kanínum sem hreiðrað hafa um sig í Elliðaárdalnum. Kanínum þar hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú er svo komið að íbúar í dalnum, sem og útivistarfólk sem á þar leið um, hafa fengið nóg. Kanínurnar éti gróður, bæði á einkalóðum sem og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á fuglalíf auk þess sem af þeim stafi slysahætta. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að eftirlitinu hafi borist nokkrar ábendingar vegna kanínanna. Málið sé í skoðun hjá eftirlitinu ekki síst vegna slysahættunnar sem þeim fylgi. „Þær eiga það til að hlaupa út á Breiðholtsbrautina og geta valdið slysum þar. Eins éta þær gróður hjá íbúum í dalnum sem og í borgarlandinu," segir Árný.Ekki keypt eina einustu kanínu Kanínurnar í Elliðaárdal sækja margar hverjar í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar sem búa á Skálará við Vatnsveituveg en þeir fóðra kanínurnar daglega. Ekki eru allir sáttir við það og telja sumir að þeir stuðli að fjölgun nagdýranna. Jón Þorgeir segir þá ekki halda kanínur enda hafi þeir aldrei keypt eina einustu kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða," segir hann. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar." Lausaganga kanína er með öllu óheimil samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar um gæludýrahald. Halda verður kanínum innan girðingar eða lóðamarka og bannað er að fóðra þær utan þeirra. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir það ekki ganga að verið sé að fóðra kanínurnar. „Við verðum að tala við þá, því þetta á ekki að líðast. Ef þeir velja að halda kanínur þá verða þeir að gera það inni á sinni lóð," segir Árný.Fólk kemur til að skoða Jón Þorgeir segir að hann og sambýlismaður hans séu ekki þeir einu sem gefi kanínunum að borða. „Hingað kemur fólk frá veitingastöðum, sjúkrahúsum og öðrum stöðum til að gefa þeim." Hann telur að um sjötíu til áttatíu kanínur séu í Elliðaárdalnum. Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að þær séu á annað hundrað talsins. Jón Þorgeir segir að kanínurnar veki athygli þar sem þær séu mjög spakar. Fólk komi í dalinn til að skoða þær. Hann segir þó sumt fólk, ketti og máva drepa kanínurnar. „Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast dýrin frjáls en við eigum þær ekki," segir hann „Mér finnst yndislegt að fá að umgangast dýrin í sínu náttúrulega umhverfi en þau koma aldrei hingað inn. Við erum meira að segja hættir að klappa þeim því ef þær eru gæfar eru þær dauðar," segir Jón Þorgeir.
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00