Handbolti

Sunneva ökklabrotnaði á afmælisdaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunneva Einarsdóttir er efnilegur markvörður.
Sunneva Einarsdóttir er efnilegur markvörður. Mynd/Vilhelm
Sunneva Einarsdóttir gleymir örugglega ekki tvítugsafmælisdeginum sínum í bráð því varamarkvörður toppliðs Valsmanna í N1 deild kvenna varð fyrir því að ökklabrotna á æfingu á sunnudaginn.

„Þetta er svakalegt. Þetta er annar sjúkrabíllinn sem við fáum á æfingu í vetur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. „Hún var að teygja sig eftir bolta og fór svona illa. Það var engin nálægt henni. Liðböndin eru slitin og stærra leggbeinið er brotið,“ sagði Stefán en Sunneva fór í aðgerð í gær.

Sunneva hefur verið varamarkvörður Valsliðsins á tímabilinu en stóð sig mjög vel þegar hún fékk tækifærið í forföllum Berglinar Írisar Hansdóttur í undanúrslitum deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×