Fótbolti

Bayern-menn ósáttir með meðferð Hollendinga á meiðslum Robben

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben með Philipp Lahm og Toni Kroos á liðsmyndatöku fyrir tímabilið.
Arjen Robben með Philipp Lahm og Toni Kroos á liðsmyndatöku fyrir tímabilið. Mynd/AFP
Forráðamenn þýska liðsins Bayern Munchen heimta nú bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meðferðar hollenska landsliðsins á meiðslum Arjen Robben í sumar. Robben mun missa af fyrstu tveimur mánuðum tímabislins með Bayern þar sem hann spilaði í gegnum meiðslin sín á HM í sumar.

Arjen Robben meiddist aftan í læri rétt fyrir HM í Suður-Afríku og í fyrstu var talið að hann myndi missa af keppninni. Robben fór samt til Suður-Afríku og kom inn í hollenska liðið eftir nokkra leiki á mótinu.

„Það er ábyrgðarlaust að þeir hafi verið með rétta greiningu á meiðslunum. Ég bauð fram mína hjálp nokkrum sinum en henni var alltaf hafnað," sagði Hans-Wilhelm Mueller-Wohlfahrt, læknir Bayern.

Robben átti mikinn þátt í að Hollendingar fóru alla leið í úrslitin en hann var með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum sínum í keppninni.

„Ég spilaði fjóra leiki á HM þar af lék ég allar 120 mínúturnar í úrslitaleiknum. Ég fann ekkert til eftir úrslitaleikinn og fór þess vegna bara í frí," sagði Arjen Robben sem var hissa og svekktur yfir fréttunum.

„Auðvitað erum við hjá Bayern mjög reiðir. Einu sinni enn þurfum við að taka á okkur tjónið eftir að leikmaður okkar meiðist með landsliði sínu," sagði Karl-Heinz Rummenigge stjórnarmaður hjá Bayern.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×