Lögregla athugar ólöglegar arðgreiðslur þingmanns 31. janúar 2010 12:31 Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Mynd/GVA Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. Útgerðarfélagið Nesver, sem er í eigu Ásbjörns og fjölskyldu hans, skuldaði bönkunum á annan milljarð króna í árslok 2008 og tapaði hátt í 600 milljónum það ár sem orsakaði neikvætt eigið fé upp á rúmlega 150 milljónir króna. Þrátt fyrir þá stöðu greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2008. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið nú til athugunar, en ekki er um formlega rannsókn að ræða. Grunur leikur á að arðgreiðslan feli í sér brot á hlutafélaglögum. Ásbjörn hefur sagt að honum hafi ekki verið kunnugt um að arðgreiðslan fæli í sér lögbrot. Hann hefur í kjölfar umfjöllunar um málið sagt sig frá nefndarsetu í þingnefnd sem er ætlað að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið - en ástæðan er sú að hann vilji skapa frið um störf nefndarinnar. Hann hyggst ekki taka sér hlé frá þingstörfum vegna málsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57 Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. Útgerðarfélagið Nesver, sem er í eigu Ásbjörns og fjölskyldu hans, skuldaði bönkunum á annan milljarð króna í árslok 2008 og tapaði hátt í 600 milljónum það ár sem orsakaði neikvætt eigið fé upp á rúmlega 150 milljónir króna. Þrátt fyrir þá stöðu greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2008. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið nú til athugunar, en ekki er um formlega rannsókn að ræða. Grunur leikur á að arðgreiðslan feli í sér brot á hlutafélaglögum. Ásbjörn hefur sagt að honum hafi ekki verið kunnugt um að arðgreiðslan fæli í sér lögbrot. Hann hefur í kjölfar umfjöllunar um málið sagt sig frá nefndarsetu í þingnefnd sem er ætlað að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið - en ástæðan er sú að hann vilji skapa frið um störf nefndarinnar. Hann hyggst ekki taka sér hlé frá þingstörfum vegna málsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57 Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30
Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57
Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15