Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni 25. mars 2010 06:00 Þórólfur Guðnason. Aukaverkanir af bólusetningu gegn eru svínflensu mjög litlar miðað við hættuna af veirunni sjálfri, segir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins.Fréttablaðið/Stefán „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
„Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent