Innlent

Hætt við að svipta bændur á Stórhóli fénu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mynd úr safni
Matvælastofnun hefur afturkallað beiðni um að bændur á Stórhóli í Djúpavogshreppi verði sviptir um 150 kindum eftir að þeir smöluðu kindunum af fjalli og komu í fjárhús á bóndabæ í grendinni.

Í byrjun þessa árs voru bændur á Stórhóli vörslusviptir á annað hundrað fjár þar sem aðbúnaði þeirra var ábótavant, en á bænum eru kindur á annað þúsund.

Annar bóndinn á bænum var á síðasta ári dæmdur fyrir illa meðferð á dýrum. Eftir að dómur féll sinnti Matvælastofnun auknu eftirliti á bænum og fór vörslusviptingin fram í framhaldi af því.

Síðla nóvembermánaðar á þessu ári komu eftirlitsmenn frá stofnuninni að bænum og var þá ljóst að yfir hundrað kindur voru enn á fjalli þó langt hafi verið síðan smölun átti að vera lokið. Matvælastofnun gaf bændum þá frest til að ljúka smölun fyrir 10. desember. Ef það næðist ekki yrðu bændurnir sviptir gripunum.

Þegar blaðamaður Vísis hafði samband við Matvælastofnun eftir að fresturinn var liðinn fengust þau svör að ekki væri vitað hvort náðst hefði að smala fénu og að farið yrði í eftirlitsferð innan tíðar.

Í dag staðfesti annar bóndinn á Stórhóli síðan að fénu hafi verið smalað fyrir jólin og komið fyrir á nágrannbæ þar sem það verður um ótilgreindan tíma.


Tengdar fréttir

Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda

Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×