Sport

Íslenskt júdófólk vann tvö gull, fjögur silfur og átta brons í Danmörku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn.
Íslenski hópurinn.
Íslenskt júdófólk frá fimm félögum (JR, ÍR, Ármanni, Grindavík og KA) tók þátt í alþjóðlegu juniora júdómóti sem haldið var í Hilleröd í Danmörku um helgina. Þetta var í þrítugasta skiptið sem mótið var haldið og voru keppendur frá sex þjóðum. Íslenska júdófólkið stóð sig frábærlega og vann tvenn gullverðlaun, fjögur silfur og átta bronsverðlaun.

Ingi Þór Kristjánsson úr JR og Helga Hansdóttir úr KA unnu bæði gull í opnum flokki í undir 20 ára en auk þess vann Ingi Þór silfur í -73 kg flokki og Helga tók brons í -63 kg flokki.

Ingi Þór vann átta glímur af níu á mótinu. Hann vann þrjár viðureignir í opna flokkknum og fimm af sex viðureignum í -73 kg flokki þar sem hann vann meðal annars Norðurlandameistarann Phuc Hong Cai frá Danmörku á Ippon í riðlakeppninni. Ingi Þór mætti honum aftur í úrslitum og tapaði þeirri viðureign.

Kjartan Magnússon keppti einnig í U20 aldursflokki eins og Ingi Þór og varð hann í öðru sæti í -66 kg flokknum eftir að hafa lagt fjóra andstæðinga af fimm. Helga Hansdóttir (U20) vann opinn flokk kvenna þar sem hún vann meðal annars mikið þyngri og stærri stúlku frá Þýskalandi.

Íslensku verðlaunin á mótinu:



Undir 20 ára


Gullverðlaun:

Ingi Þór Kristjánsson, JR í opnum flokki

Helga Hansdóttir KA í opnum flokki.

Silfurverðlaun:

Sigurpáll Albertsson, Grindavík, Opinn flokkur

Ingi Þór Kristjánsson JR, -73 kg

Kjartan Magnússon ÍR, -66 kg

Gunnar Ólafsson, Grindavík -60 kg



Bronsverðlaun:


Roman Rumba, JR, Opinn flokkur

Helga Hansdóttir, KA, -63 kg

Gísli Haraldsson, ÍR, -66 kg

Eysteinn Finnsson, Ármanni, -66 kg

Undir 17 ára

Bronsverðlaun

Ashley Friðsteinsdóttir, ÍR, -63 kg

Björn Lúkas Haraldsson, Grindavík, -81 kg

Gísli Haraldsson, ÍR, -66 kg



Undir 12 ára


Bronsverðlaun

Marcin Ostrowski, Grindavík, -50 kg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×