Íslenski boltinn

Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson. Fréttablaðið/Valli
Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. "Ég er ekki sáttur með úrslitin, en úr því sem komið var er ég kannski sáttur með eitt stig. Spilamennskan var okkar megin, ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og því sem við vorum að gera í þessum leik. Gæðin voru okkar megin," sagði þjálfarinn. "Við vorum að reyna að spila og við hleyptum þeim aldrei í sitt spil. Við réðum leiknum en þetta er rýr uppskera miðað við það. En það er vissulega sterkt fyrir móralinn að jafna í lokin." Dómari leiksins, Örvar Sær Gíslason, var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Hauka sem vildu fá rautt spjald á leikmenn Stjörnunnar, fannst vítið sem þeir fengu umdeilt auk þess sem hann stoppaði leikinn vegna umdeildra höfuðmeiðsla þegar Haukar voru komnir í góða skyndisókn. "Við skulum orða það þannig að ef dómarinn hefði verið að spila fyrir mig hefði ég tekið hann útaf mjög snemma í leiknum," sagði Andri Marteinsson.

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins

Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins.


Tryggvi: Áttum ekki meira skilið

"Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×