Forsetinn og fjárfesting Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. desember 2010 03:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun