Viðskipti erlent

BP greinir frá mesta tapi í sögu félagsins

Reiknað er með að BP olíufélagið muni tilkynna um mesta taprekstur í sögu sinni þegar uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung verður birt í vikunni.

Þetta skýrist af því að félagið mun leggja 16 til 19 milljarða punda eða allt að 3.500 milljarða króna inn á afskrifareikning til að mæta kostnaðinum við að hreinsa til eftir olíulekann á Mexíkóflóa.

BP hefur tapað 40% af markaðsvirði sínu frá því að olíulekinn hófst í apríl síðastliðnum.

Þá hefur komið fram í fréttum að Tony Hayward forstjóri BP muni fá um 2,2 milljarða króna í starfslokagreiðslur en reiknað er með að hann láti af störfum í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×