Innlent

Fólk fái tóm til að horfa á fundinn

Mynd/Anton Brink

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag.

Jóhanna segir afar þýðingarmikið að umfjöllun um skýrsluna verði vönduð og yfirveguð og allir sem að henni komi leggi sig fram til að umræður verði þjóðinni til gagns og lærdóms.

„Ég vil sérstaklega hvetja til þess að forráðamenn fyrirtækja og stofnana gefi starfsfólki tóm til þess að fylgjast með blaðamannafundi rannsóknarnefndar Alþingis og yfirlýsingum formanna stjórnmálaflokka á Alþingi."

Nefndin heldur blaðamannafund klukkan 10.30 og verður honum sjónvarpað. Eftir daginn í dag munu fulltrúar í rannsóknarnefndinni ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×