Fótbolti

David Beckham ekki öruggur í byrjunarliðið á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham á bekknum hjá AC Milan.
David Beckham á bekknum hjá AC Milan. Mynd/AFP

David Beckham er ekki alltof bjartsýnn á að vera í byrjunarliði AC Milan á móti Manchester United í Meistaradeildinni þegar fyrri leikurinn liðanna fer fram á morgun. Beckham hefur byrjað á bekknum í síðustu tveimur leikjum ítalska liðsins.

Leonardo, þjálfari AC Milan, veit þó örugglega hversu mikils virði það er fyrir David Beckham að mæta sínum gömlu félögum í Manchester United sem eykur líkurnar á því að Beckham fái að byrja.

„Ég bjóst ekki við að byrja í neinum leik þegar ég kom hingað," sagði Beckham hógvær aðspurður um það vera dottinn á bekkinn eftir að Alexandre Pato kom aftur eftir meiðsli.

„Ég var í byrjunarliðinu í fyrstu þremur eða fjórum leikjunum, fékk svo ekki spila í síðustu viku og kom síðan inn á sem varamaður um helgina. Ég læt þetta ekkert pirra mig," sagði David Beckham.

„Það er synd að Giggsy verður ekki með. Það hefði verið rosalega gaman að spila á sama velli og Giggsy. Vonandi nær hann sér fljótt og verður með í seinni leiknum," sagði Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×