Viðskipti erlent

Hefur áhyggjur af olíuskorti í framtíðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marchant hefur áhyggjur af olíuskorti.
Marchant hefur áhyggjur af olíuskorti.
Ökumenn þurfa að fara að átta sig á því að olía er takmörkuð vara og skipta yfir í grænan samgöngumáta til þess að forðast olíuskort árið 2020, segir Ian Marchant, framkvæmdastjóri orkufyrirtækisins Scottish & Southern.

Marchant segir að Vesturlönd hafi verið allt of djörf í notkun á olíu og það muni segja til sín í verðinu á næstu árum. Hann hvetur bresk stjórnvöld til þess að byrja að bregðast við takmörkuðum olíubirgðum með því að hvetja neytendur til þess að takmarka orkuneyslu.

Daily Telegraph segir raunar að Marchant telji að um miðjan næsta áratug muni flestir ökumenn aka á rafmagnsbílum eða vetnisbílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×