Fótbolti

Domenech axlar enga ábyrgð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, segir að það sé undir leikmönnum sjálfum komið hvort Frakkland komist upp úr riðli sínum á HM eður ei. Frakkar gerðu markalaust jafntefli við Úrúgvæ í fyrsta leik og verða að vinna Mexíkó í kvöld.

Domenech er gríðarlega umdeildur þjálfari og það kemur því ekki á óvart að hann neiti að axla ábyrgð á gengi liðsins. Á þjálfaratíma hans hefur verið mikill órói í franska búningsklefanum og gengið lélegt.

"Ég get ekki stýrt öllum hlutum. Nú þurfa leikmennirnir að láta til sín taka. Það getur enginn þjálfari spilað sjálfan leikinn. Ég hef gefið mín ráð og nú er undir leikmönnum komið að fara eftir þeim," sagði Domenech.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×