Rússar eru hreinlega að drepast úr hita. Þar hefur gengið yfir margra vikna hitabylgja og hvert hitametið slegið af öðru.
Rússar skella sér því út í ár og vötn og sjó hvar sem til næst til þess að kæla sig. Mikill fjöldi hefur drukknað við þá kælingu.
Yfirvöld segja að bæði séu menn að synda drukknir og eins skeyti þeir ekkert um aðvörunarskilti þar sem hættulegt er að synda.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fólk á baðströnd. En Kristur á krukkum, sjáið þið blokkirnar. Hvernig gefur þetta fólk upp heimilisföng?
Íbúð 1237 frá vinstri á þrítugustu og sjöundu hæð?
Erlent