Ljónið er fast úti í Hrísey í einangrun 25. mars 2010 07:00 Kristín thor og Lee Nelson eða Hekla Katla Jökulsdóttir og Massimo. Sirkus Sóley sýnir í Salnum frá og með sunnudegi. Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. „Í fyrra settum við upp sýninguna Stórasti sirkus Íslands í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við vorum með fimm sýningar og það var alltaf uppselt. Síðan þá höfum við verið að leita að stað til að sýna á og höfum verið að vinna hugmyndavinnu. Svo fór þetta allt í gang í janúar þegar við gátum fest okkur niður á leikhús,“ segir Kristín Thor, einn meðlima sirkusins. „Þetta eru allt ný atriði núna. Að mörgu leyti er þetta hefðbundinn sirkus með öllu sem því fylgir, en við sleppum ljóninu. Það er fast úti í Hrísey í einangrun,“ segir Kristín og hlær. Hún er með mastersgráðu í dansi og segist nota þá reynslu í sirkusnum. Allir meðlimir sirkussins eru íslenskir nema Ástralinn Lee Nelson. Hann og Kristín sýna loftfimleika saman. „Lee kom hingað fyrir fimm árum, er kvæntur íslenskri konu og er eiginlega orðinn hálfíslenskur. Hann hefur mikið komið fram sem trúðurinn Wally og troðið upp úti á götu. Það má eiginlega segja að hann hafi kennt mér allt sem ég kann í sirkus,“ segir Kristín. „Hann fékk leiða á því að hafa ekki nóg að gera hérna svo hann stofnaði sirkusinn árið 2007.“ Kristín segir að Salurinn sé fínn staður fyrir sirkussýningar. „Fólkið á efri svölunum getur séð beint framan í mann þegar maður er kominn upp í fimm metrana. Ég læt mömmu sitja þar svo ég nái augnsambandi við hana.“ Og miðaverðið er hagstætt, 1.200 kr. á manninn. „Við hugsum þetta þannig að fimm manna fjölskylda geti komið og líka keypt nammi og gos án þess að fara á hausinn,“ segir Kristín. Miðasala er hafin á midi.is. drgunni@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley. „Í fyrra settum við upp sýninguna Stórasti sirkus Íslands í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við vorum með fimm sýningar og það var alltaf uppselt. Síðan þá höfum við verið að leita að stað til að sýna á og höfum verið að vinna hugmyndavinnu. Svo fór þetta allt í gang í janúar þegar við gátum fest okkur niður á leikhús,“ segir Kristín Thor, einn meðlima sirkusins. „Þetta eru allt ný atriði núna. Að mörgu leyti er þetta hefðbundinn sirkus með öllu sem því fylgir, en við sleppum ljóninu. Það er fast úti í Hrísey í einangrun,“ segir Kristín og hlær. Hún er með mastersgráðu í dansi og segist nota þá reynslu í sirkusnum. Allir meðlimir sirkussins eru íslenskir nema Ástralinn Lee Nelson. Hann og Kristín sýna loftfimleika saman. „Lee kom hingað fyrir fimm árum, er kvæntur íslenskri konu og er eiginlega orðinn hálfíslenskur. Hann hefur mikið komið fram sem trúðurinn Wally og troðið upp úti á götu. Það má eiginlega segja að hann hafi kennt mér allt sem ég kann í sirkus,“ segir Kristín. „Hann fékk leiða á því að hafa ekki nóg að gera hérna svo hann stofnaði sirkusinn árið 2007.“ Kristín segir að Salurinn sé fínn staður fyrir sirkussýningar. „Fólkið á efri svölunum getur séð beint framan í mann þegar maður er kominn upp í fimm metrana. Ég læt mömmu sitja þar svo ég nái augnsambandi við hana.“ Og miðaverðið er hagstætt, 1.200 kr. á manninn. „Við hugsum þetta þannig að fimm manna fjölskylda geti komið og líka keypt nammi og gos án þess að fara á hausinn,“ segir Kristín. Miðasala er hafin á midi.is. drgunni@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“