Innlent

Krafðist afsagnar Guðlaugs og Gísla

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Séra Halldór Gunnarsson kom í pontu nú fyrir stundu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og flutti tillögu sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu samþykkti á fundi á dögunum.

Í tillögunni er skorað á forystu flokksins um land allt að íhuga vel stöðu sína með tilliti til framtíðar flokksins. Þeir sem hafi þegið háa styrki frá félögum eða notið fyrirgreiðslu sem ekki hafi staðið almenningi til boða ættu að sýna ábyrgð sína með þeim hætti að víkja úr þeim embættum sem þeir hafi verið kosnir til að gegna.







Halldór nefndi í lokin sérstaklega tvo Sjálfstæðismenn, þá Gísla Martein Baldursson og Guðlaug Þór Þórðarson og sagði að þeim beri að segja af sér. Halldór uppskar töluvert lófaklapp í salnum að lokinni ræðu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×