Innlent

Bein útsending: Hvar eru um­hverfis- og loftslagsmálin í kosninga­bar­áttunni?

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn sem hefst klukkan tvö og er haldinn í sal Íslenskrar erfðagreiningar er á vegum Landverndar, Ungra umhverfissinna og fleiri náttúruverndarsamtaka.
Fundurinn sem hefst klukkan tvö og er haldinn í sal Íslenskrar erfðagreiningar er á vegum Landverndar, Ungra umhverfissinna og fleiri náttúruverndarsamtaka. Vísir/Vilhelm

Umhverfis- og loftlagsmálin verða rædd á pallborðsfundi í dag þar sem fulltrúar allra flokka munu mæta. Þar munu frambjóðendur ræða stefnumál sín og flokka þeirra og munu Ungir umhverfissinnar mæta með einkunnagjöf Sólarinnar og fjalla um styrkleika, veikleika og stöðu flokkanna í umhverfismálum.

Fundurinn sem hefst klukkan tvö og er haldinn í sal Íslenskrar erfðagreiningar er á vegum Landverndar, Ungra umhverfissinna og fleiri náttúruverndarsamtaka og má fylgjast með honum í spilarara hér neðar.

Á síðu Landverndar segir að umhverfis- og loftslagsmálinu séu með mikilvægustu málefnum samtímans en þrátt fyrir það virðist þau ekki í forgangi hjá flokkum í framboði.

„Verndun loftslags og náttúru eru mikilvægustu málefni samtímans, við eigum allt okkar undir heilbrigðum hringrásarkerfum jarðarinnar. Loftslagsbreytingar og hnignun vistkerfa hafa þegar mikil áhrif á líf okkar allra! Ef ekkert verður aðhafst eigum við von á fordæmalausum breytingum á lífsskilyrðum okkar vegna hlýnunar jarðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×