Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 20:37 Marouane Chamakh fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira