Innlent

Sorglegar uppsagnir á Austurlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tíu manns var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Mynd/www.egilsstaðir.is.
Tíu manns var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Mynd/www.egilsstaðir.is.
Heilbrigðisstofnun Austurlands segir upp tíu manns um þessi mánaðamót. Þá munu tíu hætta til viðbótar og starfshlutfall verður skert hjá öðrum tíu. Hagræðingaraðgerðirnar snerta því alls um þrjátíu starfsmenn stofnunarinnar.

Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir að grípa hafi þurft til þessara aðgerða vegna hagræðinga sem krafist er í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Launin séu um 80% af kostnaði í rekstri stofnunarinnar.

„Ég held nú að þetta se með þeim leiðinlegustu viðfangsefnum sem stórnandi getu fengist við," segir Einar Rafn í samtali við Vísi. Málið er að það eru ekki bara þeir sem missa vinnuna sem eiga um sárt að binda, heldur líka margir vinnufélagar sem sitja eftir og halda vinnunni. Þeir sem eftir sitja eru líka í sorg," segir Einar Rafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×