Útrásarvíkingar á skammarlista Time 30. apríl 2010 12:20 Blaðamaðurinn Joel Stein hjá Time valdi Björgólf, Jón Ásgeir og Hreiðar Má á listann sem er birtur á heimasíðu tímaritsins. Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia." Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Tímaritið Time birti nú í vikunni árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins. Í fyrsta skipti býr tímaritið einnig til skammarlista sem er kallaður rónahundraðið, „The Time Bum Hundred" og njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að eiga þrjá útrásarvíkinga á listanum. Þetta eru þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson. Skammarlistanum er skipt upp í fjóra hluta: Losers, Flameouts, Morons og Slimy Bastards (lúserar, útbrunnir, hálfvitar og slímugir skuggabaldrar). Íslendingarnir falla í síðasta flokkinn og eru ekki í góðum félagsskap. Þarna eru svindlarinn Bernie Maddoff, Lindsey Lohan og faðir hennar Michael, Grikkland, John Edwards og fleiri. Blaðamaðurinn Joel Stein setur listann saman en hann er birtur á heimasíðu Time og ekki í prentútgáfunni. Stein segir fólkið á listanum vera valið því það hafði eða ætti að hafa áhrif. Hann er mikill spéfugl og taldi Íslendingana eftir að hann las um íslenska hrunið á Wikipedia. Björgólfur Guðmundsson fær verstu útreiðina hjá Time. Um hann segir: „Annar milljarðamæringur Íslendinga í sögunni. Sá fyrsti var sonur hans. Fór úr 1,1 milljarða dollara virði í núll. Og sætir rannsókn. Og setti landið sitt á hausinn. Og Gordon Brown setti hryðjuverkalög á bankann hans. Bretar hata hann meira en þeir hata íslensk eldfjöll." Um Jón Ásgeir segir: „Þegar þú ert myndarlegur gaur í tískubransanum þarftu virkilega að klúðra þínum málum til að fólk mótmæli gegn þér á götum úti. Enginn lánar honum pening í dag. Ekki einu sinni krónur." Þá er komið að Hreiðari Má: „Fyrrum stjórnandi Kaupþings sem fór á hausinn. Ég missti mig í íslenska hruninu á Wikipedia."
Lífið Tengdar fréttir Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35 Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100 Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. 29. apríl 2010 15:35