Lífið

Eurovision: Svona lítur hópurinn út

Hera og bakraddirnar sem syngja lagið með henni.
Hera og bakraddirnar sem syngja lagið með henni.

Eurovisionhópurinn með Heru Björk í broddi fylkingar kom fram í Smáralind á laugardag.

Tilefnið var útgáfa plötunnar Je Ne Sais Quoi sem inniheldur tíu ný lög með Heru ásamt þremur útgáfum af Eurovisionlagi Íslands í ár. Löng röð aðdáenda myndaðist eftir að Hera tók lagið, en hún vílaði ekki fyrir sér að taka á móti skaranum og sendi engan heim án eiginhandaráritunar.

Hægt er að horfa á myndband af flutningnum á Eurovisionlaginu hér og fá forsmekkinn af framlagi Íslands þetta árið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.